Dægurflugur (Ephemeroptera)

Almennt

Dægurflugur eru um margt sérstakar. Þær hafa mjúkan, grannan bol með tveim eða þrem löngum, liðskiptum skottum. Flestar hafa tvö pör vængja með þéttriðnu æðaneti. Í hvíldarstöðu leggjast þeir saman upp og aftur frá bolnum, fremri vængir ávallt mun lengri en þeir aftari og stundum vantar þá aftari. Fálmarar eru örstuttir. Ungviðið elst upp í vatni, einkum straumvatni. Það þroskast á einu ári, jafnvel lengri tíma. Nærist á ýmsum þörungum, m.a. kísilþörungum, sjaldnar á ránum. Þroskaferlið er sérstakt. Lirfurnar hafa sjö pör af tálknum ofan á afturbolnum og hafa nokkur hamskipti í uppvextinum. Á síðasta stigi myndast dökkir vængvísar. Vængjað stig klekst frá síðasta stigi ungviðis sem kemur sér fyrir ofan vatnsborðs og verða þar enn ein hamskiptin í fullþroska dýr. Þau eru afar skammlíf, nærast ekki, lifa aðeins í fáeinar klukkustundir eða örfáa daga, rétt til að makast og verpa á vatnsflötinn.

Í heiminum eru um 2.500 tegundir þekktar. Í Evrópu eru 18 ættir, 1 þeirra finnst á Íslandi og aðeins 1 tegund.

Höfundur

Erling Ólafsson 30. nóvember 2015