Create from template Create from template Mývatn Research Station

Náttúrufræðistofnun starfrækir Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem hefur það hlutverk að stunda rannsóknir á náttúru Mývatns og Laxár og vatnasviðs þeirra. Markmiðið er að afla vísindalegrar þekkingar sem nýtist við verndun svæðisins í víðum skilningi. Í því felst að fá yfirlit yfir náttúru svæðisins og breytingar á henni, rannsaka orsakasamhengi í vistkerfi Mývatns og Laxár og kanna áhrif af umsvifum manna.