Bakkafætla (Lamyctes emarginatus)

Útbreiðsla

Í öllum heimshlutum, norður fyrir miðja Sandinavíu.

Ísland: Á láglendi um land allt, en strjált á norðanverðu landinu.

Lífshættir

Bakkafætla er óháð manngerðu umhverfi en finst þó einnig í byggð. Hún er líklega til að forðast samkeppni við garðfætlu í húsagörðum. Hún laðast sérstaklega að vatns- og lækjarbökkum og litlum lækjasitrum í gróðurbrekkum. Bakkafætla fjölgar sér með meyfæðingu.

Almennt

Bakkafætla er algeng á láglendi um sunnanvert landið. Á norðanverðu landinu er hún á tilvistarmörkum og háð jarðhita.

Bakkafætla (10 mm) er minnst steinfætlnanna hérlendis, oft dekkri á lit en annars áþekk þeim hinum í sköpulagi. Fálmaraliðir eru ívið færri en hjá öðrum steinfætlum eða um 25 liðir. Eitt greinilegt punktauga hvoru megin á höfðinu eða ekkert. Á kviðplötu kjálkafótarliðar eru 3+3 tennur á frambrún, þær ystu ógreinilegastar. Fætur án bursta, en endastæður oddur á næstysta lið og klóin með tveim minni hliðarklóm.

Útbreiðslukort

Heimildir

Andersson, G., B.A. Meidell, U. Scheller, J.-Å. Winqvist, M. Osterkamp Madsen, P. Djursvoll, G. Budd & U. Gärdenfors 2005. Nationalnyckeln till Sveriges flora och fauna. Mångfotingar. Myriapoda. Artdatabanken, SLU, Uppsala. 351 bls.

Eason, E.H. 1970. The Chilopoda and Diplopoda of Iceland. Ent. scand. 1: 47-54.

Tuxen, S.L. 1941. Myriopoda. Zoology of Iceland III, Part 36. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 9 bls.

Höfundur

Erling Ólafsson 24. janúar 2017.

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking (Subphylum)
Fjölfætlur (Myriapoda)
Flokkur (Class)
Margfætlur (Chilopoda)
Ættbálkur (Order)
Steinfætlur (Lithobiomorpha)
Ætt (Family)
Bakkafætluætt (Henicopidae)
Tegund (Species)
Bakkafætla (Lamyctes emarginatus)