Viðmiðunarpunktar
Viðmiðunarpunktar eru punktar með þekktum hnitum. Punktarnir eru 60x60 cm að stærð og annað hvort bræddir eða málaðir á fast yfirborð. Þar sem slíkt yfirborð er ekki fyrir hendi eru notaðar gúmmíhellur sem festar eru niður. Í sumum tilvikum eru einnig nýttir náttúrulegir punktar sem sjást vel úr lofti.
Í tengslum loftmyndatöku af landinu voru settir út um 600 viðmiðunarpunktar um allt land til að bæta nákvæmni loftmynda og annarra fjarkönnunargagna, svo sem gervitunglamynda.
