Skip to main content
search

Laus störf

Sérfræðingur á sviði líffræðilegrar fjölbreytni

Náttúrufræðistofnun leitar að sérfræðingi til að hafa umsjón með verkefnum á sviði alþjóðamála, einkum í tengslum við alþjóðlega samninga og stofnanir sem fjalla um líffræðilega fjölbreytni.

Verkefni á því sviði felast að stórum hluta í umsjón með skýrslugjöf í tengslum við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) sem og upplýsingagjöf vegna annarra alþjóðlegra samninga. Starfið felur einnig í sér aðkomu að nýju hlutverki stofnunarinnar við að sinna aðild Íslands að IPBES, Alþjóðlegu milliríkjanefndinni um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu. Í starfinu felst einnig undirbúningur og þátttaka á alþjóðlegum fundum. Auk framangreindra alþjóðlegra verkefna felur starfið í sér þátttöku í ýmsum verkefnum stofnunarinnar er varða upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnvalda og annarra hagaðila á Íslandi um líffræðilega fjölbreytni og náttúruvernd.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með vinnu við skýrslu Íslands vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Umsjón með upplýsingagjöf Íslands inn í gagnagátt samningsins í samstarfi við tengiliði Íslands við samninginn.
  • Þátttaka í verkefnum tengdum þátttöku Íslands á fundum CBD.
  • Umsjón með upplýsingagjöf og samskiptum Náttúrufræðistofnunar við Bernarsamninginn í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
  • Þátttaka og umsjón með verkefnum Íslands á vettvangi IPBES í samstarfi við tengiliði Íslands.
  • Tilfallandi verkefni á sviði alþjóðamála í tengslum við annað alþjóðastarf á forræði stofnunarinnar s.s. AEWA, CAFF o.fl.
  • Tilfallandi verkefni á fagsviði að ósk yfirmanns eða önnur verkefni í samráði við hann.

Hæfniskröfur

  • Meistaragráða í líffræði eða umhverfisfræði
  • Lengri almenn starfsreynsla (3 ár eða meira) eða sérhæfð starfsreynsla á fagsviði (1-5 ár).
  • Mjög góð kunnátta og færni í íslensku og ensku jafnt í talmáli sem rituðu.
  • Færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka flóknar, sérfræðilegar upplýsingar, ásamt færni í að móta áætlanir.
  • Sérhæfð þekking á fagsviði.
  • Góð samskiptafærni til að skiptast á almennum upplýsingum við starfsfélaga og við t.d. almenning eða fjölmiðla.
  • Töluvert frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð innan viðurkennds starfsramma.
  • Geta og vilji til að taka sjálfstæðar ákvarðanir þótt samráð sé haft við yfirmann vegna stærri mála.
  • Færni til að skipuleggja og stýra verkefnateymi í samræmi við áætlanir með tilliti til tíma og fjármagns.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá
  • Staðfest afrit prófskírteina
  • Upplýsingar um umsagnaraðila
  • Stutt kynningarbréf þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og tiltekið hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til auglýstra starfsþátta

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um niðurstöðu þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Öll kyn eru hvött til að sækja um störf hjá Náttúrufræðistofnun í samræmi við jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu stofnunar.

Um fullt starf er að ræða en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Starfsstöð verður í Garðabæ.

Um Náttúrufræðistofnun

Á Náttúrufræðistofnun starfa tæplega 80 manns við rannsóknir, kortlagningu og vöktun á náttúru landsins. Starfsandi á stofnuninni er góður og er leitast við að bjóða fjölskylduvænan vinnustað. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar eru fimm, í Garðabæ, á Akranesi, á Mývatni, á Breiðdalsvík og á Akureyri.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2025

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Sigurðsson
Tölvupóstur: snorri.sigurdsson@natt.is 
Sími: 4309000

Heiður Reynisdóttir
Tölvupóstur: heidur.reynisdottir@natt.is 
Sími: 4309000

Sækja um starf

Öll störf eru einnig auglýst á Starfatorgi.