Skip to main content
search

Fyrirspurnir og ábendingar

Eitt af meginhlutverkum Náttúrufræðistofnunar er að annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands. Upplýsingar og fyrirspurnir frá almenningi eru mikilvægar í því starfi og eru alltaf vel þegnar. Hægt er að hafa samband við stofnunina í netfangið natt@natt.is til að leita ráðgjafar um örnefnaskráningu eða koma á framfæri upplýsingum um fund á plöntu eða dýri. Almenningi gefst tækifæri til að til að koma ábendingum um áhugaverðar jarðminjar til stofnunarinnar með jarðminjaskráningu.

Náttúrufræðistofnun veitir þjónustu í pöddugreiningum og sveppagreiningum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.