Skip to main content
search

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 16. september. Frá árinu 2010 hefur dagurinn verið tileinkaður íslenskri náttúru til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar en sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann lengi verið ötull talsmaður náttúruverndar og stuðlað að aukinni vitund um náttúru Íslands og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.

Í tilefni dagsins er boðið upp á fjölbreytta dagskrá víða um land. Náttúrufræðistofnun hefur meðal annars staðið að náttúrugripagreiningum, skipulagt gönguferðir og gefið út teiknimyndasögur í tilefni dagsins.

Vefsvæði Dags íslenskrar náttúru.