Jarðstöðvakerfi
Jarðstöðvakerfið ICECORS samanstendur af 33 jarðstöðvum sem dreifast um landið með um 70–100 kílómetra millibili. Hver stöð samanstendur af síritandi GNSS-tæki, loftneti og fjarskiptabúnaði. Hlutverk kerfisins er að auðvelda vöktun, viðhald og aðgengi að landshnitakerfinu og þar með bæta landmælingar, bæði við framkvæmdir og við vöktun náttúru og umhverfis. Á grundvelli mælikerfanna býður Náttúrufræðistofnun upp á leiðréttingaþjónustu án endurgjalds fyrir þau sem vinna að landmælingum og eykur hún verulega afköst í mælingavinnu.

Aðgangur að kerfinu
Til að nálgast gögnin verður að óska eftir aðgangi að vefsvæðinu með því að senda tölvupóst á dalia@natt.is með upplýsingum nafn fyrirtækis, nafn tengiliðs og netfang. Notandi fær tölvupóst með notandanafni og lykilorði til að nálgast gögnin. Gögnin eru gjaldfrjáls.
Aðgangur að kerfinu er á vef IceCORS þar sem valið er New Login og settar inn viðeigandi upplýsingar.
Á síðunni er hægt að nálgast gögn til eftiráleiðréttingar með því að opna Rinex Server og fylgjast með ástandi kerfisins GNSmon.
Það er nokkuð misjafnt eftir tækjum og tækjaframleiðendum hvað tegund leiðréttingar er hægt að nota og hvernig hún er sett upp. En í grunnin þarf að setja inn:
- IP tölu: 178.19.53.126
- Port:2101
- Notendanafn og lykilorð
- og velja tengipunkt við kerfið (e. mountpoint)
IceCORS kerfið býður bæði upp á kerfisleiðréttingu og single base leiðréttingu:
- Fyrir kerfisleiðréttinu er valið t.d. VRS30 eða FKP30
- Fyrir Single Base leiðréttingu er valið RTCM30 en ekki er mælt með að nota RTCM30 ef næsta leiðréttingarstöð er í meira en 20 km fjarðlægð
Aðgengi að rauntímaleiðréttingu er háð því að stöðugt netsamband sé á mælisvæði. Hafa ber í huga að leiðréttingar og leiðréttingagögn eru í viðmiðun ISN2016. Til að vinna í öðrum kerfum þarf að reikna staðbundna vörpun (e. calibration/localization) samkvæmt leiðbeiningum frá tækjafamleiðanda.
Frekari tæknilegar upplýsingar og ýmsar leiðbeningar um IceCORS. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar á sviði landmælinga veita frekari upplýsingar og aðstoð.