Skip to main content
search

Jarðstöðvakerfi

Jarðstöðvakerfið ICECORS er landshnitakerfi sem samanstendur af 33 jarðstöðvum sem dreifast um landið með um 70–100 kílómetra millibili. Hver stöð samanstendur af síraritandi GNSS-tæki, loftneti og fjarskiptabúnaði. Hlutverk kerfisins er að bæta landmælingar, bæði við framkvæmdir og við vöktun náttúru og umhverfis. Á grundvelli mælikerfanna býður Náttúrufræðistofnun upp á leiðréttingaþjónustu án endurgjalds fyrir þá sem vinna að landmælingum og eykur hún verulega bæði nákvæmni og afköst í mælingavinnu.