Skip to main content
search

Umbrotasjá

Í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesskaga á síðustu árum hefur Umbrotasjá Náttúrufræðistofnunar orðið mikilvægur vettvangur til að miðla upplýsingum úr ýmsum áttum um þróun atburða á gosstöðvunum. Í Umbrotasjá henni eru birtar nýjustu loftmyndirnar, hæðarlíkön og kort, unnin út frá myndum teknum úr flugvél eða með dróna, auk annarra gagna sem varpa ljósi á hraunrennsli, landslagsbreytingar og þróun gosstöðva.

Neyðaraðilar, framkvæmdaaðilar og vísindamenn fá aðgang að frumgögnum nokkrum klukkustundum eftir að mælingar eru gerðar. Fyrir almenning eru afurðirnar gerðar aðgengilegar í gegnum Umbrotasjá og Sketchfab, þar sem birt eru þrívíddarlíkön af gossvæðum og hraunum. Með þessu fær almenningur betri innsýn í jarðfræðilega ferla sem geta á stuttum tíma haft veruleg áhrif á bæði náttúru og samfélag.