Skip to main content
search

Gróðurkort

Gróðurkort sýna mörk gróðurfélaga og landgerða. Gróður er flokkaður eftir ríkjandi tegundum í gróðurfélög sem síðan eru dregin saman í gróðurlendi. Þar sem gróðurþekja er minni en 10% flokkast land sem lítt eða ógróið og er þá flokkað eftir landgerð.

Gróðurkort af Íslandi. Miðhálendið og kortlögð láglendissvæði

Unnið er að heildstæðu gagnasafni landupplýsinga um gróður á Íslandi í viðmiðunarmælikvarða 1:25.000. Úr þessu gagnasafni hefur verið gefið út gróðurkort af Íslandi, alls um 52.000 km2 eða um 50% af landinu. Kortið er byggt á misgömlum vettvangsgögnum Náttúrufræðistofnunar og Rala, frá því gróðurkortagerð hófst á Íslandi árið 1955 fram til ársins 2022. Gróðurkortlagning NÍ var í umsjón Guðmundar Guðjónssonar frá 1995–2021. Fyrir þann tíma var kortlagningin undir stjórn Ingva Þorsteinssonar. Til eru gróðurkortagögn frá fleiri svæðum en þau þarfnast ýmist staffæringar eða yfirlesturs.

Lýsigögn

Niðurhal

Gróðurkort af Íslandi. Yfirlitskort

Náttúrufræðistofnun hefur gefið út gróðurkort af Íslandi í mælikvarða 1:500.000. Kortið er yfirlitskort sem sýnir einfalda samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. Kortlagning er byggð á fyrirliggjandi gróðurkortagögnum, loftmyndum, gervitunglamyndum og korti Skógræktar ríkisins af birkiskógum og kjarri. Gróðurkortið var gefið út árið 1998.

Lýsigögn

Niðurhal

Gróður- og jarðakort (Rala) 1:25.000

Gróður- og jarðakort, alls 28 kortblöð í mælikvarðanum 1:25.000, sýna 5 flokka gróðursamfélaga, aðgreind hvert með sínum lit, sem skiptast í 8 gróðurlendi. Þau sýna einnig landgerðir, landamerki jarða, hreppa- og sýslumörk. Kortin voru unnin á árunum 1977-1987 og gefin út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala).

Blaðskipting (pdf)

Lýsigögn

Niðurhal (tiff, hnitsett)

Gróður- og jarðakort (Rala) 1:20.000 (Byggðakort)

Gróður- og jarðakort, alls 11 kortablöð í mælikvarðanum 1:20.000 og oft nefnd byggðakort, sýna gróðurfélög, landgerðir, landamerki jarðeigna, hreppa og sýslumörk. Gróður er flokkaður í um 90 gróðurfélög og byggir gróður- og landgreining á gróðurlykli sem Steindór Steindórsson tók saman. Kortin voru unnin á árunum 1968-1977 og gefin út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala).

Blaðskipting (pdf)

Lýsigögn

Niðurhal (tiff, hnitsett)

Gróðurkort af Íslandi (Rala) 1:40.000 (Hálendiskort)

Gróðurkort, alls 65 kortablöð í mælikvarðanum 1:40.000 og oft nefnd hálendiskort, sýna gróðurfélög og landgerðir á hálendi Íslands, afréttum og öðrum svæðum. Tilgangur þeirra var að ákvarða beitarþol og stjórna nýtingu beitilanda. Gróður- og landgreining byggir á gróðurlykli sem Steindór Steindórsson tók saman. Kortin voru unnin á árunum 1961-1980 og gefin út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) og Menningarsjóði.

Kortasjá (tiff)

Blaðskipting (pdf)

Lýsigögn

Niðurhal (tiff, hnitsett)