Hrafnaþing
Hrafnaþing er heiti á röð fræðsluerinda sem að jafnaði eru á dagskrá aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina. Þar kynnir starfsfólk stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi.
Hrafnaþing fer ýmist fram í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ eða á Akureyri en er jafnframt alltaf í beinni útsendingu á netinu.
Upptökur af flestum erindum frá því í október 2011 má nálgast á Youtube-rás stofnunarinnar.