12. nóvember 2025. Gerri Griswold: Bats – Earth's Allies
Gerri Griswold stjórnandi rekstrar og þróunar hjá The White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut, flytur erindið „Bats: Earth's Allies“ á Hrafnaþingi sem haldið verður á netinu 12. nóvember 2025 kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.
Útdráttur:
Bats: Earth's Allies
Join Gerri Griswold for a lavishly illustrated talk that touches on the basics of one of the most beneficial and maligned animals on our planet – the bat. How many species of bats are there? Where do they live? Why are they so important to us? What is harming them ... and so much more will be addressed.
Gerri Griswold is Director of Administration and Development at The White Memorial Conservation Center in Litchfield, Connecticut. She handled bats for thirty-two years as a wildlife rehabilitator and educator and was licensed by the Connecticut Department of Energy and Environmental Protection and the United States Department of Agriculture to keep and exhibit non releasable bats and North American Porcupines for education. Over the years Griswold and her bats have delivered hundreds of programs to libraries, classrooms, Scout troops, and organizations like the National Park Service and the Yale Peabody Museum. They have appeared on the cover of The Weekly Reader and produced a segment about bats for The Late Show with David Letterman. Griswold was featured in “Seasons of Connecticut” by Diane Smith, published by Globe Pequot Press, released in June 2010. The story of her relationship with a Big Brown Bat is currently in production as a children’s book, illustrated by Caroline Nastro.
Útdráttur á íslensku:
Leðurblökur – hollvinir jarðar
Leðurblökur eru meðal nytsömustu dýra jarðar, en um leið þau misskildustu. Í þessu myndræna og lifandi erindi leiðir Gerri Griswold okkur inn í heim leðurblakanna og fjallar um fjölbreytni þeirra, búsvæði og mikilvægi fyrir vistkerfi heimsins. Hún ræðir meðal annars hversu margar tegundir eru til, hvar þær lifa, hvernig þær nýtast okkur og hvað ógnar þeim í dag.
Gerri Griswold er stjórnandi rekstrar og þróunar hjá The White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut. Hún hefur sinnt fræðslu og umönnun leðurblaka í yfir þrjátíu ár og starfar með leyfi frá orku- og umhverfisverndardeild Connecticut og landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna við að hýsa og sýna leðurblökur í fræðsluskyni.
Gerri hefur haldið hundruð fræðsluviðburða fyrir skóla, bókasöfn, skátahópa og stofnanir á borð við National Park Service og Yale Peabody Museum. Hún hefur komið fram í sjónvarpi, meðal annars í The Late Show with David Letterman, og fjallað hefur verið um starf hennar í bókinni Seasons of Connecticut eftir Diane Smith. Saga hennar um vináttu við stórblöku (Eptesicus fuscus) er nú í vinnslu sem barnabók með myndskreytingum eftir Caroline Nastro.