Myndskeið
Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands
Árið 2020 veitti Loftslagssjóður styrk til kynningar- og fræðsluverkefnis um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands. Framleiddir voru sex kynningarmyndskeið þar sem fjallað er um gróðurfar, fugla, spendýr, smádýr, vatnalíf og framandi ágengar tegundir. Í myndskeiðinum er rætt við sérfræðinga á sviði málaflokkanna. Framleiðsla myndanna var í höndum kvikmyndaframleiðslufyrirtækjanna Ljósops og KAM Film, meðal annars í samstarfi við Náttúrufræðistofnun.
Vistgerðir
Dagskrárgerðarfólk á RÚV vann sex innslög um vistgerðir fyrir þáttinn Landann í samvinnu við sérfræðinga á Náttúrufræðistofnun.
Náttúran flokkuð í vistgerðir – Fjallað um hvað vistgerðir eru og hvers vegna landið er flokkað í vistgerðir (sýnt í Landanum 14.10.2018).
Mýri er ekki bara mýri – Mismunandi flokkun votlendis er útskýrð og sérstaklega fjallað um dýjavist og rimamýravist (sýnt í Landanum 21.10.2018).
Margt býr í fjörunni – Umfjöllun um grýttar fjörur, setfjörur og leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum 28.10.2018).
Melar og móar – Fjallað er um lyngmóavist, sem telst til mólendis, og grasmelavist, sem tilheyrir mela- og sandlendi (sýnt í Landanum 4.11.2018).
Það er ekkert gaman að vera birki í dag – Umfjöllun um kjarrskógavist og blómskógavist sem falla undir skóglendi (sýnt í Landanum 11.11.2018).
Mosinn í hrauninu – Vistgerðin mosahraunavist, sem tilheyrir hraunlendi, er í brennidepli. Einnig er fjallað um moslendi og hverasvæði (sýnt í Landanum 18.11.2018).
