Grunnkortagögn
IS 50V er staðlað stafrænt gagnasett af Íslandi í mælikvarðanum 1:50.000, unnið og viðhaldið af Náttúrufræðistofnun og í stöðugri endurskoðun. Heitið IS 50V vísar til: Ísland – 1:50.000 – Vektor (fitjugögn). Gögnin eru nákvæm og landfræðilega staðsett í íslenska hnitakerfinu ISN2004 / Lambert (EPSG:3057).
IS 50V er notað sem grunnlag hjá mörgum stofnunum og sveitarfélögum, er notað við útgáfu korta og leiðsögukerfi fyrir bíla og má skoða í Kortaglugga. Við endurskoðun IS 50V gagnanna er stuðst við margvíslegar heimildir og gögn svo sem GPS mælingar á vegum, ýmis myndgögn og gögn frá öðrum stofnunum og sveitarfélögum.
IS 50V gagnasettið er samsett úr fitjuskrám (punktar, línur og flákar) sem lýsa landfræðilegum fyrirbærum á yfirborði Íslands og samanstendur af átta lögum. Þegar smellt er á hvert þeirra opnast síða í lýsigagnagátt þar sem nálgast má upplýsingar um gögnin og sækja þau.