Sérstök vernd
Náttúrufyrirbæri sem falla undir sérstaka vernd viskerfa og jarðminja samkvæmt 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd eru birt í kortasjá. Náttúrufræðistofnun ber að halda skrár yfir náttúrufyrirbæri sem tilgreind eru í lögunum, að undanskildum birkiskógum sem heyra undir Land og skóg.
Tilgangur kortasjárinnar er að birta yfirlit yfir þessi náttúrufyrirbæri og koma þeim á framfæri sem viðauka við náttúruminjaskrá.
Í kortasjánni eru landupplýsingar um:
- fossa og vötn
- votlendi, sjávarfitjar og leirur
- jarðhitasvæði
- gíga, hraunhella og hraun frá nútíma
Nákvæmni gagna er mismunandi og nær frá mælikvarða 1:500.000 til 1:25.000.
Í lýsigagnagátt má nálgast gögnin og skoða upplýsingar um þau:
