Evróputilskipanir
Lykilmarkmið INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins er að bæta og auka aðgengi að landfræðilegum upplýsingum. Áherslan beinist einkum að gögnum sem nýtast við vöktun og umbætur á umhverfisástandi, þar á meðal upplýsingum um vatn, jarðveg og náttúrulegt landslag.
Tilskipunin kveður ekki á um öflun nýrra gagna, heldur að auka nýtingu fyrirliggjandi gagna. Það er gert með því að skrá gögnin, taka í notkun þjónustur sem bæta aðgengi og gagnvirkni og fjarlægja hindranir sem standa í vegi fyrir nýtingu staðbundinna gagna.
Góð stefnumörkun krefst traustra gagna og góðrar upplýsingamiðlunar. Þetta á ekki síst við um landfræðilegar upplýsingar sem spanna vítt svið en eiga það sameiginlegt að vera tengdar ákveðinni staðsetningu. Með nýrri og öflugri tækni hafa opinberar stofnanir og sveitarfélög í auknum mæli nýtt sér landfræðileg upplýsingakerfi til kortlagningar og miðlunar upplýsinga. Slík þróun kallar á gott skipulag og stöðluð og öguð vinnubrögð sem stuðla að hagkvæmri nýtingu opinberra fjármuna og bættri þjónustu. Talið er að gott skipulag á þessu sviði hvetji til nýsköpunar og auki tækifæri einkafyrirtækja til að veita fjölbreytta þjónustu fyrir almenning.
Til að ná framangreindum markmiðum setti Evrópusambandið stefnu og löggjöf um innra skipulag landupplýsinga í Evrópu undir heitinu INSPIRE (Infrastructure for Spatial Information in Europe). Tilskipunin byggir á fjölbreyttum gögnum og upplýsingakerfum aðildarríkjanna og miðar að því að þessi gögn nýtist saman sem samræmd heild og myndi grunn að innra skipulagi (infrastructure) fyrir landfræðilegar upplýsingar innan Evrópusambandsins.
Kynningarmyndband (YouTube)
Vefur INSPIRE
Opinber þýðing á INSPIRE-tilskipuninni (PDF)
Íslenskar þýðingar á reglugerðum Evrópusambandsins og EES
Ákvörðun EB (EES) er varðar vöktun og skýrslugjöf nr. 442/2009
Reglugerð EB (EES) er varðar lýsigögn nr. 1205/2008
Reglugerð EB (EES) er varðar aðgang stofnana og aðila Bandalagsins að landgagnasöfnum og -þjónustu aðildarríkjanna við samræmd skilyrði nr. 268/2010
Reglugerð EB (EES) er varðar restrarsamhæfi landgagnasafna og -þjónustu nr. 102/2011 (breyting á 1089/2010)
Reglugerð EB (EES) er varðar rekstrarsamhæfi landgagnasafna og -þjónustu nr. 1089/2010
Reglugerð EB (EES) er varðar niðurhals- og vörpunarþjónustu nr. 1088/2010 (breyting á 976/2009)
Reglugerð EB (EES) er varðar netþjónustu nr. 976/2009