Hönnunarstaðall
Efni sem birt er í nafni Náttúrufræðistofnunar skal vera í samræmi við hönnunarstaðal stofnunarinnar.
Merki
Merki Náttúrufræðistofnunar er blóm í sexhyrndu formi í mosagrænum lit, með nafni stofnunarinnar hægra megin við táknið í kolagráum lit. Litúgáfa merkisins aðalmerki stofnunarinnar og það sem helst ber að nota. Leturuppsetninguna í nafni stofnunarinnar á ekki að birta án táknsins sjálfs.
Tákn stofnunarinnar, blóm í sexhyrndu formi, má nota eitt og sér án nafns stofnunarinnar, í sömu litútgáfum og merkið.
Einlit útgáfa merkisins skal notuð þegar ekki tryggður skýrleiki litaðs merkis, til dæmis á lituðum grunni, ljósmynd eða við aðrar hliðstæðar aðstæður.
Merkið er notað við almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Heimilt er að nota það eftirfarandi skilyrðum:
- Merkið skal nota í þeirri mynd sem það er sett fram hér á vefnum.
- Ekki má breyta letri, litum eða uppsetningu merkisins.
- Gæta skal þess að merkið njóti sín og að ekki sé fyllt upp í flötinn sem það birtist á.


Merki í hringformi er notað í undantekningatilfellum, til dæmis þegar hönnun býður ekki upp á notkun aðalmerkis.
Sækja þjappaða skrá með merki Náttúrufræðistofnunar í RGB-litum fyrir skjánotkun (png-, og svg-skjalasnið) eða í CMYK/Pantone-litum fyrir prent (ai- og pdf-skjalasnið).

Litir
Mosagrænn og kolagrár eru aðallitir Náttúrufræðistofnunar.
Mosagrænn er einkennislitur stofnunarinnar og kemur fyrir í merki hennar. Hann gegnir meðal annars hlutverki bakgrunnslitar og áherslulitar og er almennt notaður þegar leggja skal áherslu á að einkenna stofnunina.
Kolagrár er litur letursins í merki stofnunarinnar. Hann er hugsaður sem staðgengill svarts í fyrirsagnaletri, grafík í umbroti eða öðru efni sem að öðrum kosti er haft svart. Notkun kolagráa litarins er ekki skilyrði nema í merkinu sjálfu þegar það birtist í litútgáfu.


Aukalitir
Aukalitir eru notaðir sem aðgreinandi litir í upplýsingaefni og fyrir framsetningu gagna í töflum, gröfum og skýringarmyndum. Með þeim fylgja einnig þemalitir og ljósir tónar sem má nýta til að draga fram áherslur eða til að mynda samræmdar litalausnir í efni stofnunarinnar.














Letur
Leturtegund Náttúrufræðistofnunar heitir Source Sans Pro. Það er aðgengilegt án endurgjalds og hægt er sækja það á Font Download og Font Squirrel. Letrið kemur í .otf skjalasniði sem hentar bæði Windows og Mac OS.