Kortasjár
Kortasjár gera notendum kleift að skoða og vinna með kort á gagnvirkan hátt í gegnum vafra. Þær sýna staðfræðilegar upplýsingar úr landupplýsingakerfum (GIS) sem kortalag, til dæmis loftmyndir, landamerki, vega- og lóðagögn, vistgerðarkort og jarðfræðikort.
Í kortasjám er hægt að:
- stækka og minnka svæði og færa sig til um þau
- leita að stöðum
- skoða mismunandi kortalög (þekjur) sem hægt er að kveikja og slökkva á
- mæla fjarlægðir og flatarmál
- skoða upplýsingar um valin svæði með því að smella á kortið
Kortagluggi Íslands birtir öll opinber kortagögn þar sem hægt er að skoða marga mismunandi eiginleika saman. Náttúrufræðistofnun sér um rekstur, viðhald og tæknilega þróun kerfisins.