Skip to main content
search

Kortasjár

Í kortasjám er hægt að skoða og vinna með kort á gagnvirkan hátt í gegnum vafra. Þær sýna staðfræðilegar upplýsingar sem sóttar eru úr landupplýsingakerfi (GIS) og eru birtar sem kortalag, t.d. með loftmyndum, landamerkjum, vega- og lóðagögnum, vistgerðarkortum og jarðfræðikortum.

Í kortasjám er hægt að stækka svæði, færa sig til um svæði, leita að stöðum og skoða mismunandi kortalög eða þekjur sem hægt er að kveikja og slökkva á að vild. Hægt er að mæla fjarlægðir, flatarmál eða skoða upplýsingar um valin svæði. Þegar smellt er á stað er hægt að birta margvísleg gögn.

Kortagluggi Íslands birtir öll kortagögn sem gefin eru út af opinberum stofnunum á Íslandi þar sem hægt er að skoða marga mismunandi eiginleika saman en það er hlutverk Náttúrufræðistofnunar að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun Kortagluggans.