Forsíða
Ársskýrsla 2024 komin út
Náttúrufræðistofnun hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2024. Þetta er fyrsta ársskýrsla sameinaðrar stofnunar og jafnframt síðasta ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
Sterkur rjúpnastofn en fækkun fálka heldur áfram
Vöktun á Norðausturlandi sýnir þriðja hæsta varpstofn rjúpu frá 1981, en viðkoma var slök. Fálkastofninn er nú í sögulegu lágmarki og hefur fækkað um helming frá 2019, líklega vegna fuglaflensu.
Refir og fuglar á Hornströndum sumarið 2025
Árleg vettvangsferð Náttúrufræðistofnunar til Hornstranda fór fram dagana 23. júní til 12. júlí 2025. Markmið ferðarinnar var að meta ábúð og gotstærð refa, fylgjast með atferli þeirra við greni í Hornbjargi og einnig með viðveru og hegðun fólks við sömu greni.
Surtseyjarleiðangur Náttúrufræðistofnunar 2025
Árlegur rannsókna- og vöktunarleiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar fór fram dagana 12.–18. júlí. Að þessu sinni tóku bæði líffræðingar og jarðfræðingar þátt, líkt og gert er annað hvert ár.