Skip to main content
search

Landgerðir

CORINE Land Cover er samevrópskt landflokkunarverkefni sem flest Evrópulönd taka þátt í og er hluti af Copernicus áætluninni. Verkefnið felur í sér kortlagningu á landgerðum samkvæmt staðli og er unnið með sömu aðferðum á sama tíma í öllum þátttökulöndunum. CORINE-flokkunin er uppfærð á nokkurra ára fresti eftir nýjum myndgögnum. Megintilgangur verkefnisins er að afla sambærilegra umhverfisupplýsinga fyrir öll Evrópuríki og fylgjast með breytingum sem verða með tímanum á landnotkun í álfunni.

Fyrsta CORINE-flokkunin var gerð um 1990 og uppfærð árið 2000. CORINE-flokkunin hefur síðan verið uppfærð reglulega. Umhverfisstofnun Evrópu hefur yfirumsjón með CORINE og sér Náttúrufræðistofnun um vinnuna fyrir Ísland.
Skoða má niðurstöður CORINE flokkunarinnar í Kortaglugga og skýrslur hafa verið gefnar út eftir hverja CORINE uppfærslu. Nálgast má upplýsingar um hverja CORINE-flokkun í lýsigagnagátt þar sem einnig er hægt að sækja gögnin: