Skip to main content
search

Bókasafn

Bókasafn Náttúrufræðistofnunar er sérfræðisafn á sviði náttúruvísinda, staðsett í Garðabæ og á Akureyri. Tilgangur þess er að þjóna starfsfólki stofnunarinnar og að koma upp aðgengilegu safni heimilda um náttúru Íslands. Bókasafnið er opið almenningi sem getur skoðað bækur og tímarit á staðnum en útlán eru einungis afgreidd til starfsfólks og annarra bókasafna. Afgreiðslutími bókasafnsins er sá sami og hjá stofnuninni sjálfri en gestir eru beðnir um að gera boð á undan sér til að tryggja viðveru safnstjóra.

Bókasafnið telur um 12.000 bókatitla og um 450 tímarit og ritraðir berast reglulega. Einnig eru í safninu um 35.000 sérprentanir með helstu ritgerðum um íslenska fugla, jarðfræði Íslands og grasafræði, og um 2.500 kort.

Bækur og tímarit bókasafnsins eru skráð í Leitir.is, sem hýsir landskerfi íslenskra bókasafna ásamt öðrum gagnasöfnum, þar á meðal landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum, Hvar.is, en Náttúrufræðistofnun tekur virkan þátt í honum. 

Ritaskrár fyrrverandi starfsfólks

Netfang bókasafnsins er bokasafn@natt.is