Skip to main content
search

Skipurit

Náttúrufræðistofnun skiptist í átta svið: þrjú fagsvið, fjögur stoðsvið og svið náttúruverndar. Að auki starfa teymi að ákveðnum verkefnum til lengri eða skemmri tíma og vinna þau þvert á svið stofnunarinnar.

Framkvæmdastjórn

Í framkvæmdastjórn Náttúrufræðistofnunar sitja forstjóri og sviðsstjórar. Hlutverk framkvæmdastjórnar er að stýra verkefnum og rekstri, sinna mannauðsmálum, efla samstarf og tryggja upplýsingagjöf til starfsfólks.

Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og annast rekstur hennar. Í því felst meðal annars ábyrgð á:

  • að stofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og stefnu stjórnvalda,
  • fjárreiðum og reikningshaldi stofnunarinnar,
  • að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt og í samræmi við ársáætlun,
  • að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárveitingar og ársáætlun,
  • ráðningu starfsfólks og yfirstjórn starfsmannamála.

Forstjóri er Eydís Líndal Finnbogadóttir.

Svið

Dýrafræði og ferskvatn

Svið dýrafræði og ferskvatns er vettvangur vísindalegra rannsókna á náttúru Íslands með áherslu á dýrafræði og lífríki ferskvatns. Meðal verkefna eru:

Kerfisbundnar rannsóknir, vöktun og skráning á villtum stofnum spendýra, fugla og hryggleysingja á landi

  • Vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru og náttúruverndarsvæða
  • Umsjón fuglamerkinga
  • Rannsóknir við Mývatn
  • Ferskvatnsrannsóknir
  • Kortlagning á útbreiðslu dýrategunda
  • Mat á verndargildi og gerð válista fyrir dýrategundir

Sviðsstjóri er Sunna Björk Ragnarsdóttir.

Grasafræði

Svið grasafræði er vettvangur vísindalegra rannsókna á náttúru Íslands með áherslu á grasafræði og sveppafræði. Meðal verkefna eru:

  • Kerfisbundnar rannsóknir og vöktun í grasafræði og sveppafræði
  • Grunnrannsóknir í fokkunarfræði, líffræði tegunda og vistfræði
  • Vöktun á gróðri og vistgerðum, meðal annars á Surtsey og verndarsvæðum
  • Rannsóknir og áhættumat á ágengum framandi tegundum og áhrifum þeirra
  • Mat á verndargildi og gerð válista fyrir plöntutegundir
  • Greining og vöktun á frjókornum og sveppagróum í andrúmslofti
  • Kortlagning á útbreiðslu plantna, sveppa og vistgerða

Sviðsstjóri er Pawel Wąsowicz.

Jarðfræði og landmælingar

Svið jarðfræði og landmælinga er vettvangur vísindalegra rannsókna á náttúru Íslands með áherslu á jarðfræði, fjarkönnun og landmælingar. Meðal verkefna eru:

  • Uppbygging og viðhald á landshnitakerfinu ISN2016, jarðstöðvakerfinu ICECORS og landshæðarkerfinu ISH2008
  • Vöktun skriðusvæða, jökla og hraunstrauma
  • Skráning jarðminja
  • Loftmyndataka og rekstur loftljósmyndastofu
  • Úrvinnsla fjarkönnunargagna
  • Kortlagning berggrunns, jarðgrunns, skriðusvæða í byggð, höggunar og útbreiðslu nýrra hrauna

Sviðsstjóri er Gunnar Haukur Kristinsson.

Náttúruvernd

Svið náttúruverndar fer með margvísleg verkefni sem ganga þvert á fagsviðin þrjú og tengjast því hlutverki stofnunarinnar að veita ráðgjöf og leiðbeiningar með það að markmiði að stuðla að vernd náttúrunnar, viðhalda líffræðilegri og jarðfræðilegri fjölbreytni og tryggja skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. Meðal verkefna eru:

  • Ráðgjöf um hóflega nýtingu náttúrulegra auðlinda og umgengni um náttúru landsins
  • Ráðgjöf til ráðherra umhverfismála
  • Umsagnir til Alþingis, stjórnarráðsins, opinberra stofnana og sveitarfélaga, svo sem um þingmál, stefnumótandi áætlanir, leyfisveitingar, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
  • Skráning náttúruminja og mat á verndargildi þeirra
  • Mótun tillagna um svæði á B- og C-hluta náttúruminjaskrár
  • Þátttaka í alþjóðasamstarfi, meðal annars í tengslum við alþjóðlega samninga um náttúruvernd

Sviðsstjóri er Snorri Sigurðsson.

Landupplýsingar

Svið landupplýsinga hefur umsjón með landupplýsingagrunnum, kortagerð og miðlun landupplýsingagagna. Meðal verkefna eru:

  • Skráning hæðargagna, landmælinga, stjórnsýslumarka, strandsvæða, samgangna, vatnafars og náttúruverndar
  • Skipulag gagna og gerð gagnalíkana
  • Útgáfa korta fyrir kortavefsjár, meðal annars vistgerðir, jarðfræði og útbreiðslu tegunda
  • Umsjón með vefþjónustum landupplýsinga
  • Skráning og miðlun lýsigagna
  • Umsjón með miðlægri landupplýsingagátt
  • Framkvæmd innleiðingar um grunngerð landupplýsinga og miðlun þekkingar um hana
  • Utanumhald evrópskra samstarfsverkefna og tilskipana á sviði landupplýsinga

Sviðsstjóri er Ásta Kristín Óladóttir.

Rekstur og mannauður

Svið rekstrar og mannauðs heldur utan um málaflokka er varða daglegan rekstur stofnunarinnar. Þeir helstu eru:

  • Fjármál
  • Mannauður
  • Umsjón með húsnæði, mötuneyti, móttöku, bílum og tækjabúnaði
  • Móttaka myglusýna, skráning og innheimta.
  • Afgreiðsla útflutningsleyfa í samstarfi við svið náttúruverndar

Sviðsstjóri er Lilja Víglundsdóttir.

Upplýsingatækni

Svið upplýsingatækni hefur umsjón með rekstri upplýsingakerfa stofnunarinnar. Meðal helstu verkefna eru:

  • Rekstur tölvu- og upplýsingakerfa
  • Uppsetning, viðhald og rekstur gagnagrunna
  • Innkaup tölvubúnaðar og þjónusta á sviði tölvu- og upplýsingakerfa
  • Aðstoð við notendur
  • Þróun og viðhald lausna við öflun, úrvinnslu og birtingu gagna

Sviðsstjóri er Gunnar Haukur Kristinsson.

Vísindasöfn og miðlun

Svið vísindasafna og miðlunar hefur umsjón með vísindasöfnum stofnunarinnar í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Það ber einnig ábyrgð á varðveislu gagna um náttúru landsins og miðlun þeirra á vef, í gagnagáttum, útgáfu og með fræðslu. Meðal verkefna eru:

  • Skráning og varðveisla náttúrugripa í vísindasöfnum
  • Skráning og varðveisla rannsóknargagna, skjala, ritsmíða og annarra gagna í vísindalegum heimildasöfnum og gagnagrunnum
  • Ráðgjöf við uppbyggingu sýningarsafna um náttúrufræði
  • Miðlun þekkingar um íslenska náttúru til almennings, vísindasamfélagsins, fjölmiðla og skóla
  • Umsjón með bókasafni, skjalasafni, ljósmyndasafni, vef og útgáfu

Sviðsstjóri er Anna Sveinsdóttir.