Landhæðarkerfi
Náttúrufræðistofnun ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi sameiginlegs hæðarkerfis fyrir Ísland. Slíkt kerfi er forsenda áreiðanlegra hæðarmælinga og nýtist víða í samfélaginu, meðal annars við hönnun mannvirkja, skipulagsvinnu og rannsóknir á náttúruvá.
Á Íslandi skiptir nákvæmt hæðarkerfi sérstaklega miklu máli vegna jarðskorpuhreyfinga sem fylgja eldvirkni en ekki síður vegna áhrifa loftslagsbreytinga, svo sem hækkandi sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Með reglulegu viðhaldi og vöktun tryggir stofnunin að hæðargögn séu nákvæm, samræmd og aðgengileg öllum þeim sem á þurfa að halda.
