Heimsóknir
Náttúrufræðistofnun tekur á móti nemendum og nemendahópum sem vilja kynna sér starfsemi stofnunarinnar eða einstök verkefni sem þar eru unnin. Fyrst og fremst er um að ræða nemendur í jarðfræði, líffræði og landfræði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Þar sem stofnunin rekur ekki sýningarsafn henta heimsóknir yngri nemendahópa síður.
Einnig er tekið á móti nemendum í starfskynningu.
Allar heimsóknir eiga sér stað á almennum vinnutíma.