Skip to main content
search

Flokkunarkerfi

Lífríkið er flokkað eftir stigskiptu kerfi sem líkja má við greinótt tré. Rót flokkunartrésins samsvarar öllum tegundum jarðar, sem síðan greinist í æ smærri flokkunarheildir, svonefnd flokkunarstig: lén (domain), ríki (kingdom), fylking (phylum), flokkur (class), ættbálkur (order), ætt (family), ættkvísl (genus) og tegund (species).

Í leitinni á vefnum er hægt er að leita að einstökum tegundum eða öðrum flokkunarheildum og einskorða leitina við Biota (lífríki).