Skip to main content
search

Selalátur

Tvær tegundir sela eru við Íslandsstrendur árið um kring, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Kortlagning látra hjá báðum tegundum byggist á talningagögnum síðustu áratuga en landselir hafa verið taldir reglulega síðan 1980 og útselir síðan 1982. Út frá þeim má greina megindrætti í útbreiðslu og stærð selalátra umhverfis landið.

Kortasjáin sýnir útbreiðslu samtals 430 landselslátra á 93 talningasvæðum og 86 útselslátra á 19 talningasvæðum. Nákvæmni kortlagningarinnar miðast við mælikvarða 1:25.000.

Ítarleg umfjöllun um selalátur við strendur Íslands er að finna í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 56, Selalátur við strendur Íslands.

Selalátur eru birt í kortasjá og er jafnframt hægt að skoða í Kortaglugga með fleiri gögnum. 

Í lýsigagnagátt er hægt að nálgast gögnin og skoða upplýsingar um þau: