Gagnalýsingar og fitjuskrár
Náttúrufræðistofnun gefur út gagnalýsingar og fitjuskrár sem nýtast við skráningu og vinnslu staðfræðilegra gagna.
Fitjuskrár (e. vector data) eru stafræn landupplýsingagögn sem lýsa fyrirbærum á yfirborði jarðar með punktum, línum eða flákum (svæðum). Þær eru byggðar upp sem töluleg skrá yfir landfræðileg form og eiginleika þeirra.
Gagnalýsingar (e. metadata) eru lýsingar á sjálfum gögnunum, til dæmis hvaða gögn um ræðir, hvernig þau urðu til, hvenær þau voru búin til, í hvaða mælikvarða og hver ber ábyrgð á þeim.
Lýsandi fitjueigindir: Valfrjálsar. Íslensk fitjuskrá (útgáfa 1.2, 9.1.2013):
Valfrjálsar fitjueigindir sem eru sameiginlegar mörgum fitjutegundum og eru notaðar þegar það á við.
Fitjueigindir úr staðlinum ÍST 120 skráning og flokkun landupplýsinga, sem fallin er úr gildi. Upplýsingar og fitjueigindir sem var skylda að skrá. Útgáfa 1, 20.9.2021:
Fitjueigindir úr staðlinum ÍST 120 – Skráning og flokkun landupplýsinga, sem nú er fallinn úr gildi. Þær eigindir sem áður þóttu nauðsynlegar til skráningar samkvæmt staðlinum eru birtar í þessari fitjuskrá.
Gagnalýsingar og fitjuskrár: