Skip to main content
search

Gagnalýsingar og fitjuskrár

Náttúrufræðistofnun gefur út gagnalýsingar og fitjuskrár sem nýtast við skráningu og vinnslu staðfræðilegra gagna.

Fitjuskrár (e. vector data) eru stafræn landupplýsingagögn sem lýsa fyrirbærum á yfirborði jarðar með punktum, línum eða flákum (svæðum). Þær eru byggðar upp sem töluleg skrá yfir landfræðileg form og eiginleika þeirra.

Gagnalýsingar (e. metadata) eru lýsingar á sjálfum gögnunum, til dæmis hvaða gögn um ræðir, hvernig þau urðu til, hvenær þau voru búin til, í hvaða mælikvarða og hver ber ábyrgð á þeim.

Lýsandi fitjueigindir: Valfrjálsar. Íslensk fitjuskrá (útgáfa 1.2, 9.1.2013):
Valfrjálsar fitjueigindir sem eru sameiginlegar mörgum fitjutegundum og eru notaðar þegar það á við.

Fitjueigindir úr staðlinum ÍST 120 skráning og flokkun landupplýsinga, sem fallin er úr gildi. Upplýsingar og fitjueigindir sem var skylda að skrá. Útgáfa 1, 20.9.2021:
Fitjueigindir úr staðlinum ÍST 120 – Skráning og flokkun landupplýsinga, sem nú er fallinn úr gildi. Þær eigindir sem áður þóttu nauðsynlegar til skráningar samkvæmt staðlinum eru birtar í þessari fitjuskrá.

Gagnalýsingar og fitjuskrár: