Saga
Við stofnun hinnar sameinuðu Náttúrufræðistofnunar 1. júlí 2024 sameinuðust þrjár rótgrónar og sérhæfðar stofnanir með mikilvægt hlutverk hver á sínu sviði: Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Saga þessara stofnana spannar áratugi og í hverri þeirra hefur byggst upp mikilvæg þekking, fagleg hefð og samfélagslegt hlutverk. Á undirsíðum er í stuttu máli rakin saga hverrar stofnunar fyrir sig en samantektin var birt í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar 2024.
