Skip to main content
search

22. október 2025. Magnus Göransson: Why does intraspecific genetic diversity matter?

Magnus Göransson plöntulíffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindið „Why does intraspecific genetic diversity matter?“ á Hrafnaþingi sem haldið verður á netinu 22. október 2025 kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur:

Why does intraspecific genetic diversity matter?
– Examples from a genetic study of Nordic caraway (Carum carvi) and other crop wild relatives

Genetic diversity forms the foundation for species to adapt to changing conditions. It exists on different levels – between species and within species. This webinar will focus on diversity within plant species, exploring how we can interpret this diversity to trace both history and potential future adaptation. Crop wild relatives are wild plants closely related to cultivated crops. The traits found in these wild species can be transferred to crops, helping them adapt to stresses caused by a changing climate as well as to new and emerging pests and diseases. Examples will be drawn from several species, with a particular focus on a recent study of caraway (Carum carvi), which grows wild in Fennoscandia and across Europe. Historical records indicate that it was introduced to Iceland by Gísli Magnússon, also known as Vísi-Gísli, in the 17th century. The genetic diversity of wild and naturalised caraway populations in the Nordic region sheds light on both its introduction to Iceland and its future conservation in nature.

Útdráttur á íslensku:

Hvers vegna skiptir erfðafræðileg fjölbreytni innan tegunda máli?
– Dæmi úr erfðarannsókn á norrænu kúmeni (Carum carvi) og öðrum villtum plöntum

Erfðafræðileg fjölbreytni er grundvöllur aðlögunar lífvera að breyttum aðstæðum. Hún birtist á mismunandi stigum – bæði milli tegunda og innan þeirra. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að fjölbreytileika innan plöntutegunda og hvernig hægt er að túlka þann fjölbreytileika til að rekja bæði sögu og mögulega framtíðaraðlögun. Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna (crop wild relatives) eru villtar tegundir sem eru náskyldar ræktuðum nytjaplöntum. Eiginleikar þeirra geta nýst til að aðlaga nytjaplöntur að streituþáttum vegna loftslagsbreytinga og nýrra sjúkdóma og meindýra. Dregin verða fram dæmi um nokkrar plöntutegundir, með sérstakri áherslu á nýlega rannsókn á kúmeni (Carum carvi), sem vex villt í Fennóskandíu og víðar í Evrópu. Sögulegar heimildir benda til að kúmen hafi verið flutt til Íslands á 17. öld af Gísla Magnússyni, einnig þekktum sem Vísa-Gísla. Erfðafræðilegur fjölbreytileiki villtra kúmenstofna á Norðurlöndum varpar ljósi á bæði uppruna kúmens á Íslandi og framtíðarvernd þess í náttúrunni.

Fyrirlesturinn á Youtube: