Dýjaleppur (Arrhenia lobata)

Útbreiðsla

Algengur um land allt (Helgi Hallgrímsson óútgefið).

Búsvæði

Vex á blautum mosa, einkum við dý og lindir og stundum í blautum mýrum eða flóum. Ekki bundinn við sérstakar mosategundir, þó aldrei á barnamosa (Sphagnum). Fundinn í allt að 1000 m hæð við Eyjafjörð (Helgi Hallgrímsson óútgefið).

Lýsing

Óreglulega lagaður, grábrúnn, staflaus. Hattur 1-4 sm, óreglulega skellaga-blævængslaga, oftast bylgjóttur og sepóttur, með innbeygðu barði (Helgi Hallgrímsson óútgefið).

Sveppaldin

Óreglulega lagaður, grábrúnn, staflaus. Hatturinn 1-4 sm, óreglulega skellaga-blævængslaga, oftast bylgjóttur og sepóttur, með innbeygðu barði, hálf-gegnsær og rákóttur, grábrúnn-dökkbrúnn, síðar oft rauðbrúnn eða olífubrúnn í röku formi en ljósgrábrúnn og ógegnsær þurr. Neðra borð hattsins svipað að lit, alsett geislalægum rifjum, sem kvíslast eins og æðar út frá festingunni. Stafur mjög óverulegur eða enginn, oftast aðeins hliðstæður flipi sem hatturinn er festur með, við undirlagið. Ung eintök eru oft fest ofan á hattinum. Gró 7-10 x 4,5-6,5 µm, eplakjarnalaga (Helgi Hallgrímsson óútgefið).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Kólfsveppir (Basidiomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Kempuundirfylking (Agaricomycotina)
Flokkur (Class)
Kempuflokkur (Agaricomycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Agaricomycetidae (Agaricomycetidae)
Ættbálkur (Order)
Agaricales (Agaricales)
Ætt (Family)
Tricholomataceae (Tricholomataceae)
Tegund (Species)
Dýjaleppur (Arrhenia lobata)