Ginhafri (Arrhenatherum elatius)

Útbreiðsla

Ginhafrinn hefur vex aðeins á einum stað villtur á Íslandi, í bröttum brekkum undir fuglabjargi við Pétursey í Mýrdal. Þar vex hann í þéttum, allstórum, aðskildum breiðum í brattri grasi gróinni brekku undir fuglabjargi. Ekki er ólíklegt að hann hafi borist þangað með fuglum.

Búsvæði

Graslendi.

Lýsing

Fjölær, stórvaxin grastegund sem er oft metri eða meira á hæð, með grönnum, gulgrænum punti.

Blað

Blöðin eru flöt, 3-6 mm breið, hárlaus að mestu, slíðurhimnan 1-3 mm löng (Hörður Kristinsson 2010).

Blóm

Punturinn er 12-20 sm langur, gulgrænn til gráfjólublár. Smáöxin eru 7-8 mm löng, tvíblóma, það neðra karlblóm með langri, knébeygðri týtu sem stendur langt (7-8 mm) út úr axinu, það efra tvíkynja með stuttri og beinni týtu sem nær aðeins út úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 2010).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Ginhafri flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 20 hektarar. Tegundin finnst á einum fundarstað á sunnanverðu landinu.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Ginhafri er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Ginhafri er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Útbreiðslukort

Heimildir

Hörður Kristinsson er höfundur staðreyndasíðna Náttúrufræðistofnunar um æðplöntur. Þær eru að megin uppistöðu byggðar á vef hans floraislands.is sem er eingöngu hægt að skoða á www.vefsafn.is . Allar upplýsingar af floraislands.is eru birtar á staðreyndasíðum Náttúrufræðistofnunar.

Hörður Kristinsson. 2008. Íslenskt plöntutal: Blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 51. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_51.pdf

Hörður Kristinsson og Sigurður Valur Sigurðsson. 2010. Íslenska plöntuhandbókin: blómplöntur og byrkningar (3. útgáfa, aukin og endurbætt). Mál og menning, Reykjavík.

Lid, J. og D.T. Lid. 2005. Norsk flora (7. útg.). Ritstj. Reidar Elven. Det Norske Samlaget, Oslo.

Paweł Wąsowicz. 2020. Annotated checklist of vascular plants of Iceland. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 57. Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabær. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_57.pdf

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, 2010, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ætt (Family)
Grasætt (Poaceae)
Tegund (Species)
Ginhafri (Arrhenatherum elatius)