Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)

Útbreiðsla

Algengur um allt land. Hann finnst á láglendi upp í um 500 m hæð en er lítið á miðhálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hann vex í tjörnum, vatnsfylltum síkjum og mógröfum. Hann vex ætíð í vatni og blöðin á yfirborði vatnsins en blómkollarnir rísa aðeins upp fyrir vatnsborðið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá vatnajurt (20–50 sm) með bandlaga blöð og hnöttótta blómkolla. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin eru flöt, bandlaga, 5–30 sm á lengd. Þau neðri lengri en þau efri, 2–3 mm breið og flýtur efri endi þeirra í vatnsyfirborðinu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja í hnöttóttum kollum (brúsakollar) sem fljóta í yfirborðinu eða rísa aðeins upp. Karlblóm í þeim efstu sem falla snemma en kvenblóm í þeim neðri. Kvenkollarnir oftst tveir til þrír. Blómhlífarblöð himnukennd, brúnleit, lítið áberandi. Fræflar þrír í hverju karlblómi (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin egglaga, 2 mm löng. Sitja þétt saman á kollinum sem er með þroskuðum aldinum um 1 sm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist tjarnabrúsa og trjónubrúsa. Mógrafabrúsinn hefur minni kolla en trjónubrúsinn og styttri, trjónulaus aldin.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ætt (Family)
Lókeflisætt (Typhaceae)
Tegund (Species)
Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)