Álftafjörður
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Álftafjörður coastal lagoon and mudflats, SE-Iceland, are an internationally important staging site for Limosa limosa (4,000 birds) as well as a moulting site for Cygnus cygnus (1,063 birds).
FG-A 3
Hnit – Coordinates: N64,56167, V14,50612
Sveitarfélag – Municipality: Djúpavogshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 4.200 ha

Álftafjörður á Austfjörðum er stundum flokkaður sem sjávarlón. Víðáttumiklar leirur og sjávarfitjar eru alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður vaðfugla á fartíma, einkum þó jaðrakans að vori (4.000 fuglar kringum árið 2000 og yfir 5.000 á síðari árum). Fjöldi álfta á fjaðrafellitíma nær líka alþjóðlegum verndarviðmiðum (1.063 fuglar).
Álftafjörður er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá. Hamarsfjörður hefur oft verið talinn með Álftafirði sem mikilvægt fuglasvæði en miðað við þekkta dreifingu fugla á þessu svæði virðist það vera ofrausn.

Helstu fuglategundir í Álftafirði – Key bird species in Álftafjörður
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Álft1 | Cygnus cygnus |
Fellir–Moult |
1.063 |
2005 |
4,1 |
B1i |
Jaðrakan2 | Limosa limosa |
Far–Passage |
4.000 |
1999–2002 |
10,0 |
A4i, B1i, B2 |
1Arnþór Garðarsson, óbirt heimild. – Unpublished source. 2Jennifer A. Gill, óbirt heimild. – Unpublished source. |