Skip to main content
search

Snæfellsnes

Kortasjá

Opna í kortasjá – Open in map viewer

English summary

The western most Snæfellsnes peninsula, W-Iceland, holds internationally important numbers of Sterna paradisaea (12,500 pairs).

SF-V 7

Hnit – Coordinates: N64,85506, V24,03472
Sveitarfélag – Municipality: Snæfellsbær
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i
Stærð – Area: ca. 19.000 ha

Þetta svæði nær yfir þjóðgarðinn Snæfellsjökul, ásamt sjávarbjörgum frá Arnarstapa að Hellnum og eins landræmu með sjónum neðan þjóðvegar frá mörkum vestan Krossavíkur og austur að Rifi. Fremur lág sjávarbjörg liggja meira og minna með allri ströndinni.

Á Snæfellsnesi eru mikilvægar sjófuglabyggðir og nær kría alþjóðlegum verndarmiðmiðum, er gróflega áætluð 12.500 pör. Þar verpa einnig tæp 2% íslenska ritustofnsins, 9.995 pör og nokkuð af hvítmáfi, 40 pör.

Fjaran milli Hellna og Arnarstapa er friðlýst og svæðið er að miklu leyti innan þjóðgarðs. Aðrir hlutar þess eru á náttúruminjaskrá ásamt öllu nesinu vestan Fróðárheiðar, þ.e. utan ræktaðs lands og þéttbýlis. Svæðið er einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar á svæðinu Snæfellsnes – Key bird species breeding in Snæfellsnes

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic pop.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Hvítmáfur1 Larus hyperboreus

Varp–Breeding

40

2005-2008

1,7

 
Rita2 Rissa tridactyla

Varp–Breeding

9.995

2005

1,7

 
Kría3 Sterna paradisaea

Varp–Breeding

12.500

2016

6,3

A4i, B1i
Alls–Total    

22.535

    A4iii
¹Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Böðvar Þórisson 2014. Útbreiðsla og breytingar á fjölda hvítmáfa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 84: 153–163.
2Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
3Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.