Fiðrildi á Vísindavöku 2010
Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Almenningur virðist mjög móttækilegur fyrir þessari nálgun ef marka má aðsóknina á Vísindavöku að þessu sinni, en aðsóknarmet var slegið þar sem ca. 4200 gestir sóttu Vísindavöku heim.
![]() |
![]() |
Fiðrildi skoðuð í víðsjá. Ljósm. Kjartan Birgisson. | Kóngasvarmi var á meðal þeirra tegunda sem til sýnis voru á Vísindavöku. Ljósm. Anette Th. Meier. |
Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Á vængjum fögrum, fiðrildi þar sem upplýsingar um fiðrildi eru gerðar aðgengilegar fyrir almenning:

Fræðslubæklingurinn Á vængjum fögrum - Fiðrildi
Ýmislegt var í boði fyrir börnin. Ef smellt er á myndirnar birtast þær í nýjum glugga í fullri stærð.
![]() |
![]() |
Skrautfeti til að lita. | Getraun var fyrir börnin þar sem tengja átti rétta lirfu við rétt fiðrildi. Rétt svör eru: E - D - A - B - C. |