Vetrarfuglatalning 2015

Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda. Fuglar hafa verið taldir með þessum hætti frá 1952 af hundruðum sjálfboðaliða á alls 357 stöðum um land allt. Alls eru talningarnar 5.275 og 6 milljónir fugla hafa verið skráðir. Nokkrir hafa talið í 50–60 ár og einn hefur tekið þátt í öllum talningum frá upphafi en það er Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í Öræfum.
Æður er útbreidd með ströndum fram allt í kringum land og er sú tegund sem hefur verið algengust í vetrarfuglatalningum.

Æðarfugli virðist hafa fjölgað nokkuð jafnt og þétt frá því um 1950 og fram til aldamóta, en fækkað lítið eitt síðan.

Niðurstöður talninga 2015 verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um leið og þær berast.
Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði og fleira veita Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage.