Skip to main content
search

Hrafnaþing - Meindýrin og birkið – Innlendar og erlendar skordýrategundir sem lifa á birki á Íslandi og áhrif hitastigs á þær

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 29. janúar 2025 kl. 15:15-16:00, mun Brynja Hrafnkelsdóttir sérfræðingur hjá Landi og skógi flytja erindið „Meindýrin og birkið – Innlendar og erlendar skordýrategundir sem lifa á birki á Íslandi og áhrif hitastigs á þær".

Í erindinu verður fjallað um meindýr sem herja á birki á Íslandi, vöktun á útbreiðslu þeirra og hvernig veðurfar hefur hugsanlega áhrif á þær. Hér á landi eru yfir 30 skordýrategundir sem geta lifað á birki og valdið á því mismiklu tjóni. Sumar tegundanna hafa valdið miklum og alvarlegum faröldrum á stórum skógarsvæðum, jafnvel skógardauða. Aðrar valda minni skaða en þó getur langvarandi skordýrabeit líka valdið vaxtartapi, dregið úr fræframleiðslu og veikt trén fyrir öðrum skaðvöldum. 

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams

Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is.