Auglýst eftir matráði

Náttúrufræðistofnun óskar eftir að ráða matráð í 40-50% stöðu á starfsstöð stofnunarinnar á Akranesi. Starfið felst í framreiðslu á léttri máltíð í hádeginu fyrir starfsfólk stofnunarinnar ásamt umsjón með eldhúsi, matsal og innkaupum. Viðkomandi sér einnig um létt þrif og er tengiliður vegna aðkeyptrar þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Dagleg umsjón með eldhúsi og framreiðslu á léttum kosti í hádeginu
• Umsjón með bifreiðum og húsbúnaði
• Umsjón með húsnæði starfsstöðvarinnar á Akranesi
• Létt þrif
• Tengiliður við fyrirtæki vegna þjónustusamninga
• Umsjón með smærri vöruinnkaupum og rekstrarþáttum
• Ýmis aðstoð við starfsfólk, sendiferðir og móttaka sendinga.
• Öryggivörður á starfsstöð stofnunarinnar á Akranesi
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Nánari upplýsingar um starfið
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2025.