Rannsóknastofu fyrir myglusveppagreiningar lokað um óákveðinn tíma
Vegna viðgerða á húsnæði Náttúrufræðistofnunar á Borgum á Akureyri mun stofnunin loka rannsóknastofu sinni fyrir myglusveppagreiningar um óákveðinn tíma. Ekki verður tekið á móti sýnum fyrr en viðgerðum er lokið og starfsemin verður opnuð að nýju. Stofnunin bendir á verkfræðistofur sem sinna myglugreiningum.
