Náttúrufræðistofnun hættir greiningum á myglusveppum

Náttúrufræðistofnun hefur ákveðið að hætta alfarið greiningum á myglusveppum frá og með 1. september 2025. Þjónustunni var lokað tímabundið síðsumars en ákvörðun um að ljúka henni endanlega byggist á heildstæðu mati á stöðu og framtíðarskipan verkefnisins.
Stofnunin harmar að þurfa að loka þessum hluta þjónustunnar en vill um leið þakka fyrir það traust og samstarf sem samstarfsaðilar hafa sýnt í gegnum tíðina.
Fyrirspurnir í tengslum við breytinguna má senda til Náttúrufræðistofnunar.