Laus staða fuglafræðings

Náttúrufræðistofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til að taka þátt í spennandi verkefnum stofnunarinnar á sviði fuglafræði. Starfið felur í sér rannsóknir og greiningarvinnu í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunar.
Um fullt starf er að ræða en starfið er ekki tengt fastri starfsstöð.