Skip to main content
search

Ný útgáfa örnefnagrunns komin út

Ný útgáfa gagnagrunns yfir örnefni Íslands kom út 4. desember 2025 og inniheldur hann nú rúmlega 193.000 staðsett örnefni. Þetta er fjórða útgáfa ársins því stöðugt bætast ný og yfirlesin örnefni við grunninn. Enn er þó mikið verk óunnið og er kallað eftir aðstoð staðkunnugra við að staðsetja fleiri örnefni.

Örnefnagrunnurinn er miðlægur og lifandi gagnagrunnur sem heldur utan um íslensk örnefni og tengd gögn. Nýjar skráningar bætast jafnt og þétt við grunninn og birtast vikulega í kortasjám. Hjá stofnuninni sinna tveir starfsmenn viðhaldi og skráningu í hlutastarfi og veitir Árnastofnun sérfræðilega ráðgjöf þegar vafaatriði koma upp.

Þrátt fyrir reglulega og stöðuga vinnu eru enn fjölmörg örnefni sem bíða staðsetningar á kortum. Því er óskað eftir því að einstaklingar sem þekkja vel til staðhátta og örnefna á sínu svæði leggi sitt af mörkum við að bæta skráninguna. Til hliðsjónar má nýta örnefnaskrá á vefnum Nafnið.is og skrá örnefni í sérhönnuðum örnefnaritli eða fá útprentaðar gervitunglamyndir af jörðum sem fólk þekkir. Áhugasamir geta haft samband með tölvupósti.

Örnefnasjá

Upplýsingar um örnefni og örnefnaskráningu

Niðurhal gagna