Skip to main content
search

15. janúar 2025. Sölvi Rúnar Vignisson: Farkerfi íslenskra tjalda (Haematopus ostralegus)

Sölvi Rúnar Vignisson líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja flytur erindið „Farkerfi íslenskra tjalda (Haematopus ostralegus) “ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 15:15.

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu.

Íslenski tjaldurinn stundar hlutfar þar sem um 70% af öllum tjöldum fara af landi brott yfir vetrarmánuðina á meðan 30% þeirra halda til á Íslandi. Þessi breytileiki í farhætti milli einstaklinga býður upp á einstakt tækifæri til að rannsaka far fugla. Þekkingarsetur Suðurnesja og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hafa stundað rannsóknir á íslenska tjaldinum um árabil en í þessu erindi mun Sölvi fara yfir helstu rannsóknir og niðurstöður þessa verkefnis.