Mikilvæg fuglasvæði
Skilgreind hafa verið svæði sem teljast alþjóðlega mikilvæg fyrir þá 81 tegund fugla sem eru varpfuglar eða reglulegir gestir hér á landi. Alls er 121 svæði á Íslandi sem telst alþjóðlega mikilvægt fyrir fugla og eru þau flokkuð í þrennt; sjófuglabyggðir, fjöru og grunnsævi og votlendi og önnur svæði.
Mörk margra svæða eru fremur lauslega dregin. Fyrir tegundir sem verpa mjög dreift, eins og mófugla og ránfugla, verða verndarsvæði óhjákvæmilega stór ef þau eiga að hýsa umtalsverðan hluta viðkomandi stofns. Aftur á móti er oftast auðvelt að afmarka sjófuglabyggðir.
Ítarleg umfjöllun um aðferðafræði og val á mikilvægum fuglasvæðum er í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 55, Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi og á staðreyndasíðum um mikilvæg fuglasvæði á vef stofnunarinnar.
Mikilvæg fuglasvæði eru sameinuð vistgerðum í einni kortasjá og er jafnframt hægt að skoða í Kortaglugga með fleiri gögnum. Í lýsigagnagátt má sækja gögnin og skoða upplýsingar um þau:
