Skip to main content
search

Fuglar

Válistaflokkun fugla er unnin í samræmi við hættuflokka Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) frá árinu 2024. Válisti Náttúrufræðistofnunar tekur mið af henni.

Válisti fugla 2025 er nýjasta mat Náttúrufræðistofnunar á fuglategundum samkvæmt viðmiðum Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Í samræmi við leiðbeiningar IUCN um svæðisbundna válista voru metnar allar tegundir sem hafa orpið reglulega hér á landi í að minnsta kosti 10 ár samfellt eða eru reglulegir gestir. Alls var 91 tegund metin og þar af töldust 43 í einhvern af hættuflokkum IUCN. 

Fyrsti Válisti fugla var gefinn út árið 2000, Válisti 2: fuglar (pdf, 12,6 MB). Í honum er að finna skrá yfir 32 fuglategundir sem áttu undir högg að sækja hér á landi, voru í útrýmingarhættu eða hafði verið útrýmt. Í ritinu er fjallað um útbreiðslu, lífshætti, stofnstærð og helstu ógnir, auk stöðu fuglanna á heimsvísu.

Válisti fugla 2018 var unninn samkvæmt viðmiðum IUCN líkt og Válisti fugla 2025. Þá var einnig metin 91 tegund og telst 41 á válista.

Nánari umfjöllun um Válista og friðun dýra.