Skip to main content
search

Eldsumbrot á Reykjanesskaga

Tímamörk

Verkefnið hófst árið 2021 og stendur enn yfir.

Samstarfsaðilar

Háskóli Íslands og Almannavarnir.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að fylgjast með og skrá þróun eldsumbrota á Reykjanesskaga með nákvæmri kortlagningu og greiningu, og miðla niðurstöðum til stjórnvalda, vísindamanna og almennings. Sérstök áhersla er á að:

  • Kortleggja eldgosasvæði með nákvæmri myndmælingatækni og vinna nákvæm þrívíddarlíkön
  • Greina hraunrennsli, áætla rúmmál og þykkt hrauns og meta breytingar á landslagi
  • Spá fyrir um mögulega útbreiðslu hrauna, sem er mikilvægt við hönnun varnargarða til verndar mannvirkjum og innviðum
  • Setja saman og miðla landupplýsingum í gegnum Umbrotasjá og Sketchfab
  • Stuðla að betri viðbúnaði við náttúruvá á svæðinu

Niðurstöður

Ríkey Júlíusdóttir , Bergrún Arna Óladóttir Magnús Tumi Guðmundsson Birgir Vilhelm Óskarsson, Sydney Gunnarson Joaquín Muñoz-Cobo Belart Gro B. M. Pedersen Ragnar Heiðar Þrastarson Einar Bessi Gestsson Ásta Rut Hjartardóttir og Michelle M. Parks. (2024). Nýtt gosskeið hafið á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn 94(3–4). https://doi.org.10.33112/nfr.94.3.1

Kahl, M., Mutch, E. J. F., Maclennan, J., Morgan, D. J., Couperthwaite, F., Bali, E., Thordarson, T., Guðfinnsson, G. H., Walshaw, R., Buisman, I., Buhre, S., van der Meer, Q. H. A., Caracciolo, A., Marshall, E. W., Rasmussen, M. B., Gallagher, C. R., Moreland, W. M., Höskuldsson, Á. og Askew, R. A. (2023). Deep magma mobilization years before the 2021 CE Fagradalsfjall eruption, Iceland. Geology 51(2), 184–188. https://doi.org/10.1130/G50340.1

Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Óskarsson, B. V., Guðmundsson, M. T., Gies, N., Högnadottir, Þ., Hjartardóttir, Á. R., Pinel, V., Berthier, E., Dürig, T., Reynolds, H. I., Hamilton, C. W., Valsson, G., Einarsson, P., Ben-Yehosua, D., Gunnarsson A. og Oddsson, B. (2022). Volume, Effusion Rate, and Lava Transport During the 2021 Fagradalsfjall Eruption: Results From Near Real-Time Photogrammetric Monitoring. Geophysical Research Letters 49(13): e2021GL097125. https://doi.org/10.1029/2021GL097125

Gouhier, M., Pinel, V., Belart, J. M. C., Michele, M., Proy, C., Tinel, C., Berthier, E., Guéhenneux, Y., Gudmundsson, M. T., Óskarsson, B. V., Gremion, S., Raucoules, D., Valade, S., Massimetti, F. og Oddsson, B. (2022). CNES-ESA satellite contribution to the operational monitoring of volcanic activity: The 2021 Icelandic eruption of Mt. Fagradalsfjall. Journal of Applied Volcanology 11(1). https://doi.org/10.1186/s13617-022-00120-3

Tengiliður

Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur.