Farhættir skrofu

Tímamörk
Langtímaverkefni sem hófst árið 2006.
Samtstarfsaðilar
Verkefnið er unnið í samvinnu við Háskólann í Barcelona, Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrustofu Suðurlands.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Skrofa er farfugl sem verpir á Íslandi, þó eingöngu í Ystakletti á Heimaey og á nokkrum úteyjum Vestmannaeyja. Marmkið verkefnisins er að fylgjast með farháttum skrofu með dægurritum, sem safna meðal annars upplýsingum um farleiðir og vetrarstöðvar fuglanna.
Nánari upplýsingar
Niðurstöður
Skrofur sem fylgst hefur verið með leggja oftast af stað frá Vestmannaeyjum um miðjan september og tekur ferðalagið á vetrarstöðvarnar í Suður-Atlantshafi um 40 daga. Farleiðin er meðfram ströndum Vestur-Evrópu og Norður-Afríku áður en hún liggur yfir Atlantshafið í átt að Brasilíu og svo suður með ströndinni að Argentínu. Þar dvelja fuglarnir fram í miðjan mars. Farleiðin til baka liggur upp með strönd Suður-Ameríku og svo frá Norðaustur-Brasilíu yfir Atlantshafið langleiðina að Nýfundnalandi og þaðan til Vestmannaeyja. Skrofurnar koma svo á varpstöðvarnar í Ystakletti undir lok apríl.

Tengiliður
Ingvar Atli Sigurðusson, jarðfræðingur.