Fornar strandlínur á Íslandi

Tímamörk
Hófst árið 2024.
Samstarfsaðilar
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Styrkir
Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Fornar strandlínur veita mikilvægar upplýsingar um hörfun jökla í lok síðasta jökulskeiðs og við upphaf nútíma, ásamt breytingum á sjávarstöðu í kjölfarið. Tilgangur verkefnisins er að kortleggja fornar strandlínur á Íslandi, meta ástand þeirra og verndargildi í samræmi við viðmið laga um náttúruvernd. Með því verður til heildstætt yfirlit um útbreiðslu þessara jarðmyndana og hvaða svæði eru sérstaklega mikilvæg til verndar fyrir jarðvísindi.
Nánari upplýsingar
Niðurstöður
Tengiliður
Skafti Brynjólfsson, jarðfræðingur, og Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur.