Frjómælingar

SJÁLFVIRKIR FRJÓKORNAMÆLAR – FRJÓKORNASPÁ
Tímamörk
Langtímaverkefni sem hófst árið 1988.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Náttúrufræðistofnun hefur um árabil mælt fjölda frjókorna í andrúmslofti og greint þau til tegunda með það að markmiði að afla upplýsinga um magn og tegundafjölbreytni. Mælingar fara alla jafna fram í apríl til september ár hvert og nýtast meðal annars þeim sem eru haldnir frjóofnæmi.
Vöktun frjókorna fór lengst af fram með notkun tveggja frjógildra af gerðinni Burkard Seven Day volumetric spore trap sem talið var úr handvirkt vikulega. Önnur var staðsett á höfuðborgarsvæðinu þar sem mælt var frá árinu 1988 og hin á Akureyri frá 1998.
Tækniframfarir í frjóvöktun hafa verið miklar á heimsvísu og hefur Náttúrfræðistofnun skipt úr hefðbundnum frjómælingum með Burkard frjógildrum yfir í sjálfvirkt frjóvöktunarkerfi (Swisen Poleno Mars) til að bregðast við vaxandi eftirspurn eftir rauntímagögnum.
Sjálfvirkar frjómælingar hófust á Akureyri seinnipart sumars 2022 og í Garðabæ vorið 2024 með aðstoð frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Þessi breyting gerir okkur kleift að miðla upplýsingum um gerð og magn frjókorna í andrúmsloftinu í rauntíma og upplýsingarnar uppfærast á klukktíma fresti á vef Náttúrfræðistofnunar.
Sjálfvirkt frjóvöktunarkerfi – Swisens Polleno Mars
Tækið mælir frjókorn í loftinu með því að soga inn 40 lítra af lofti á mínútu ásamt öllum ögnum þess (sót, frjókorn, ryk og sveppagró). Agnirnar fara í gegnum mælihólf þar sem heilmyndartækni (Holography) er notuð til að mæla þær á meðan þær eru á flugi. Í kjölfarið er notuð gervigreind til greina gögnin og veita upplýsingar um mismunandi tegundir frjókorna og styrk þeirra í loftinu.
Birting gagna
Á síðunni SJÁLFVIRKIR FRJÓKORNAMÆLAR er hægt að nálgast gröf sem sýna:
- styrk helstu ofnæmisvaldandi frjókorna í rauntíma síðasta sólarhringinn
- gögn síðasta mánaðar
- gögn ársins.
Frjókornaspá er uppfærð reglulega yfir frjótímabilið en hún segir til um hvaða frjókorna má vænta í andrúsloftinu næstu daga og í hve miklu magni.
Fróðleikur og nánari upplýsingar
Frjóalmanak er uppfært árlega og gefur vísbendingar um hvenær má búast við frjókornum í lofti.
Samantekt frjómælinga yfir sumarmánuðina og fyrri ár.
Frjófréttir eru birtar með öðrum fréttum á vefnum og á Facebook-síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Niðurstöður
Przedpełska-Wąsowicz, E. M., Piotrowicz, K. and Myszkowska, D. (2025). How does geographic location affect birch and grass pollen seasons? A comparative study of Iceland (Akureyri) and Poland (Kraków). Aerobiologia. https://doi.org/10.1007/s10453-025-09851-3
Makra L, Coviello, L., Gobbi, A., [...], Przedpelska-Wasowicz, E.M., Guðjohnsen, E. R. o.fl. (2024). Forecasting daily total pollen concentrations on a global scale. Allergy 79, 2173–2185. https://doi.org/10.1111/all.16227
Przedpelska-Wasowicz, E.M., Wasowicz, P., Áskelsdóttir, A. Ó., Guðjohnsen, E. R. og Hallsdóttir, M. (2021). Characterization of pollen seasons in Iceland based on long-term observations: 1988–2018. Aerobiologia. https://doi.org/10.1007/s10453-021-09701-y
Margrét Hallsdóttir. (2007). Frjótími grasa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 75(2–4), 107–114.
Tengiliðir
Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz, loftlíffræðingur, ewa.m.przedpelska-wasowicz@ni.is
Aníta Ósk Áskelsdóttir, líffræðingur, anita.o.askelsdottir@ni.is