Skip to main content
search

Funga Íslands - Sveppir

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1994.

Samstarfsaðilar

Helgi Hallgrímsson og sveppaáhugafólk í facebookhópnum Funga Íslands – sveppir ætir eður ei.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að skrásetja tegundir sveppa og útbreiðslusvæði þeirra á Íslandi. Safnað er upplýsingum um sveppi og búsvæði þeirra, auk þess sem safnað er sýnum af sem flestum tegundum til varðveislu í sveppasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Upplýsingar um sýnin eru skráðar í gagnagrunn plantna og sveppa hjá stofnuninni.

Verkefnið felur einnig í sér vöktun á landnámi sveppa í Surtsey og þróun fungunnar í íslenskum skógum eftir því sem skógarreitir eldast. Einnig er tekið virkan þátt í norrænu samstarfi sveppafræðinga um útgáfu og uppfærslu ritsins Funga Nordica, þar sem fjallað er um fungu Íslands.

Sveppatali er viðhaldið, en það er skrá yfir sveppi og sveppslegar lífverur sem fundist hafa á Íslandi. Fléttur og fléttuháðir sveppir eru ekki hluti þessarar skráningar, heldur teknir saman í sérstöku hefti sveppatalsins.

Nánari upplýsingar

Sveppir

Niðurstöður

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2021. Plómusveppur, Tricholomopsis rutilans, fúasveppur á barrviði, breiðist út á höfuðborgarsvæðinu. Skógræktarritið 2021 (2): 25–28.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2021. Gulur, rauður, grænn og grár. Toppur og hnúfur, litskrúðug funga léttbeitts úthaga í hlíð mót austri í Svarfaðardal í Eyjafirði. Ágrip erindis haldið á Líffræðiráðstefnunni 2021 í húsi Íslenskrar erfðagreiningar þann 14. október 2021. http://biologia.is/files/agrip_2021/E1.html

Funga Nordica: Agaricoid, boletoid, clavarioid, cyphelloid and gastroid genera. 2012. Copenhagen: Nordsvamp. 1083 bls.

Funga Nordica: Agaricoid, boletoid and cyphelloid genera. 2008. Copenhagen: Nordsvamp.

Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2004. Íslenskt sveppatal I. Smásveppir (pdf, 1,6 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 45. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur.